17.5.2010 | 00:29
Megi Dio hvíla í friði
Ég vil votta sannri hetju virðingu mína. Ég er kannski ekki mikill bloggari en, andskotinn hafi það, ef einhver maður var virði þess að ég skríði úr híði þá var það Ronnie James Dio. Það er sjaldan að listamaður hafi þá burði að vera klár, gáfaður og vel lesinn, en með jafna getu til þess gullfallega söngs og og textasmíðar sem Dio bjó yfir.
Þetta er sorgardagur í lífi mínu. Ég drekk viskí í heiður minningar þessa glæsilega manns og gullfallegu manneskju sem hann var. Skál fyrir Dio og megi minning hans lifa í þúsund ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 14:31
Má ég þá kenna honum persónulega um einokun Dana fyrr á öldum?
Ef þessi maður vill draga mig til persónulegrar ábyrgðar fyrir gerðir annarra (fyrir það eitt að vera sömu þjóðar) þá hlýt ég að geta gert það líka, og kallað hann þrælahaldara og morðingja.
Annars eru þetta bullrök og maðurinn augljóslega hálfviti.
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 20:46
Webcam af staðnum
http://www.cyriak.co.uk/lhc/lhc-webcams.html
Ég býð hina nýju drottnara okkar velkomna.
Öreindum skotið af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 19:21
Þetta er nú bara þvottabjörn...
Fólk er alltof gjarnt á að trúa á hið ólíklega. Nógu oft hef ég orðið vitni að því að skrítin ljós á himni skuli alltaf vera geimverur. Þær búa yfir tækni til að ferðast ómældar vegalengdir en gleyma víst alltaf að slökkva ljósin.
Sæskrímsli á Long Island? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2008 | 22:04
Þarf að laga dýraverndarlögin
Ég mælist til að ógeld dýr verði gerð ólögleg með öllu án tilskilins leyfis sem þarf að borga fyrir. Þar fyrir utan þarf leyfi fyrir allri dýraeign. Látum fólk líta á dýr sem fjárfestingu og vandamálið leysir sig sjálft.
Þar fyrir utan verður slæm meðferð á dýrum gerð jafn refsiverð og slæm meðferð á börnum. Af hverju? Vegna þess að slæm meðferð á dýrum verður til af sömu ástæðu og slæm meðferð á börnum. Sami glæpur, mismunandi fórnarlömb.
Þetta er, by the way, ekki út af samúð fyrir börnum eða dýrum heldur af því ég vil grisja burt hyski. Ef fólk getur ekki hagað sér er eins gott að losna við það.
Ég meina, hei, myndi einhver sakna svona fólks?
Dýraníðings leitað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 17:19
Ég hélt það kæmi mér ekkert lengur á óvart...
... þar til ég heyrði páfagauk syngja fyrir dauðarokkshljómsveit. Og hann er meira að segja nokkuð góður.
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=68459563
Ég er tilbúinn að deyja núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 13:42
Kominn tími á búrkur
fyrir okkur kallana. Við erum ekki bara kjötflykki.
Blautir draumar í vinnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 16:27
Microsoft lokar öryggisholu. Ár nú í 2.008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 12:22
Like, whoa, dude!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 22:25
Afleiðing þess að hlusta ekki á mótrök
Eins og sjá má á viðbrögðum við þessari frétt hefur þessi bylting nú endanlega étið börnin sín.
Því er nú miður og verr. Málstaðurinn sem slíkur er góður, en eins og svo oft áður þar sem öll mótrök eru gjörsamlega hunsuð er þetta blessaða félag nú komið á slíkar villigötur og úr samhengi við raunveruleikann að það er orðið hreinn og klár brandari í augum almennings. Enda löngu orðið blint fyrir eigin öfgum. Grundvallarprinsipp allrar pólitíkur er að hlusta á andstæðinginn og koma með málamiðlanir sem þjóna hagsmunum sem flestra, en það prinsipp flaug út um gluggann fyrir löngu og eftir situr innihaldslaus retórík sem er hreinlega hædd utan fylgjenda félagsins.
Taki þetta til sín þau sem vilja, en ætli þetta félag að vera pólitískt afl sem hlustað er á á komandi árum þarf það að taka sér naflaskoðun fyrir hendur. Í augnablikinu er það litlu meira en 21. aldar samnefnari 'tautandi húsmæðra í Vesturbænum' sem er varla sá stimpill sem það sóttist eftir.
Þegar almenningur hæðir þig þarftu yfirleitt að hugsa þinn gang.
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)