29.7.2007 | 18:15
I blame the parents. And Chris Isaac.
Ef það má kenna tölvuleikjum, bíómyndum, byssum, rapptónlist, rokki, djass, Elvis, og sálfræðingum (skv. Vísindakirkjunni) um allt það sem fer úrskeiðis í nútíma samfélagi, má þá kenna Chris Isaac um þetta?
Stundum gerast slæmir hlutir óhjákvæmilega. Því fyrr sem fólk gerir sér grein fyrir því, því minni líkur eru á að æstur múgur geri ástandið verra. Og miðað við það sem ég las á bloggum landsins í dag var ekki mjög fjarri því; nú þegar hef ég séð allnokkur blogg þar sem reynt er að nota þetta atvik sem rökstuðning fyrir hertri innflytjendalöggjöf (lesist: vísa þeim öllum úr landi) og auknum rétti til skotvopnaburðar.
That is all.
Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er mjög lógískt að herða innflytjendalöggjöf þegar að tveir íslendingar látast í þetta hræðilegum atburði, að sjálfsögðu er þetta útlendingum að kenna! :)
Torfi Geir Símonarson (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.