Hvað er verið að blanda rökum gegn lækkuðu verði í þetta?

Afnám einokunar != afnám áfengisgjalda.

 Mér er slétt sama hvort verðið lækki að einhverju marki (sem væri þó vissulega kostur) en þetta mál snýst ekki um lægra vöruverð.  Þó að markaðsöflin muni vissulega hafa áhrif á verðlag vegna samkeppni, þá er það aukaatriði og afleiðing afnáms einokunar sem auðvelt er að koma í veg fyrir.  Þetta mál snýst hins vegar um auðveldara aðgengi en ekki verðlag.  Staðreyndin (og vandamálið) er ósköp einfaldlega sú að stór hluti fólks kemst ekki einu sinni í vínbúð án bíls vegna dreifingar samfélagsins og staðsetningu þessara örfáu vínbúða sem eru.  

Hvers vegna í helvítinu er þá verið að spyrja forstöðumann Lýðheilsustöðvar um álit þegar hann gefur svar sem kemur málinu ekki við?  Nú hafa fullt af hálfvitum séð þetta viðtal við hann og halda að þetta séu gild rök gegn afnámi einokunar þegar þetta eru hins vegar rök gegn lækkuðu vöruverði.

Idjótar.


mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þórólfur var bæði að tala um verð og aðgengi.  Hann var að tala um dreifingu og sölu á áfengi í matvöruverslunum sem er nákvæmlega það sem málið snýst um.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.10.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Sveitavargur

Hann sagði orðin 'verð og aðgengi' í sömu setningu eins og um eitt fyrirbæri væri að ræða þegar fyrirbærin eru tvö.  Hann notaði rök gegn lækkun verðs til að rökstyðja niðurstöðu sem mælti gegn auknu aðgengi í allt öðrum skilning en er til umræðu.

Sveitavargur, 12.10.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband