Pissed off Kristoff

Skemmtilegt viðurnefni sem hann fær þar...

Ég spyr mig alltaf hverjar forsendur fólks eru fyrir að eiga svona gæludýr, sérstaklega hér á Íslandi þar sem slíkt brýtur í bága við lög.  Ef hann fóðraði snákinn á lifandum músum segir það mér t.d. að hér sé um að ræða sjúkan pöppí sem fær kikk út úr því, en slíkt er t.d. ólöglegt í Englandi af dýraverndarástæðum bæði gagnvart músum og snákunum sjálfum.  Ef hann gerði það ekki hef ég svo sem ekkert út á hann að setja, en annars segi ég bara good fucking riddance. 


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru reyndar afar fáir sem fæða snákinn sinn á lifandi mús, þar sem það er -eins og þú nefnir- af dýraverndarástæðum. Hér á landi kaupir fólk þetta venjulega dautt í magni under the table í dýrabúðunum.

Forsendurnar eru margar. Það eru t.d. fullt af fólki sem hefur ofnæmi fyrir dýrum, feldnum sjálfum, fjöðrum, ryki eða ákveðinni kirtlalykt sem dýrin gefa frá sér.

Það eru ekki bara 'sick puppies' eins og þú nefnir það sem fá sér skriðdýr sem gæludýr. Þetta eru hin bestu skinn og fólk á öllum aldri í öllum stéttum eiga svona gæludýr erlendis. 

Varðandi það að þetta er ólöglegt á Íslandi, þá erum við eitt af þremur (held sé rétt hjá mér) löndum sem banna innflutning á skriðdýrum (skriðdýraeignin sjálf er ekki ólögleg skv. lögunum n.b.). Við erum virkilega aftarlega á merinni hvað varðar gæludýrainn- og útflutning hér á landi.

Eva Kristjáns (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Sveitavargur

Eins og ég segi, þessi fordómur er háður því hvort músin sé lifandi.  Ég hef hitt nógu marga sem finnst 'geggjað kúl!' að sjá slöngur og köngulær veiða og éta mýs í búri.  Þess háttar sadismi nær ekki upp á borðið hjá mér.

Sveitavargur, 19.11.2007 kl. 13:12

3 identicon

Er gangur náttúrunnar sadismi? Er eitthvað að því að finnast magnað að fylgjast með hvernig þessi dýr afla sér fæðu?

Andri (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:11

4 identicon

iðulega (allsstaðar í heiminum) gefur fólk ekki lifandi fæðu, hægt er að kaupa frystar mýs og rottur í massavís erlendis, meira aðsegja í heimsendingarþjónustu

En meðan við borðum kjöt þá getum við ekki dæmt önnur dýr náttúrunnar, það er ekki fögur sjón að fara í sláturhús á íslandi. 

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:50

5 identicon

heyr heyr! á meðan við borðum kjöt þá getum við ekkert sagt. Við drepum jú dýrin lifandi!

systa (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:54

6 Smámynd: Sveitavargur

Vá.... það er enginn að dissa gang náttúrunnar.  Þetta snýst um forsendur eigandans.

Merkilegt hvernig sá punktur missti marks.

Sveitavargur, 20.11.2007 kl. 13:07

7 identicon

Forsendur eigandans eru væntanlega þær að fóðra dýrið sitt. Það eru ekkert allir snákaeigendur fávitar sem finnst þetta bara "töff" dýr, far from it, flestir snákaeigendur erlendis mæla einungis með dauðri fæðu, ekki bara vegna fæðunnar heldur einnig vegna þess að fæðan á það til að bíta til baka sé hún lifandi.

Ég skil ekki alveg hvað þú sérð svona rangt við þetta?

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:02

8 Smámynd: Sveitavargur

Jebús, las enginn upprunalegu greinina?

Í þriðja skipti, ég sé ekkert rangt við þetta nema fæðan sé lifandi.  Sé fæðan lifandi er þetta rangt.  Sé fæðan ekki lifandi er þetta ekki rangt.

Ég hef séð nógu margar YouTube klippur af því þegar snákar eru fóðraðir lifandi dýrum til að vita að slíkt er ekki óalgengt.  Því snýst þetta um hvort eigandinn fóðri snákana lifandi dýrum eða ekki.  Geri hann það ekki eru forsendur hans fínar; geri hann það eru þær það ekki.  Þetta kom allt fram í fyrstu grein.  

Og hvað snákinn varðar þá borðar hann ekki lifandi fæðu af sadískum ástæðum frekar en ég borða kjöt af sadískum ástæðum.  En sá sem fóðrar snákinn lifandi fæðu til þess eins að horfa á, hann gerir það svo sannarlega af sadískum ástæðum.

Því snýst þetta ekki um hvort snákar borði lifandi fæðu í sínu náttúrulega umhverfi, eða hvort við borðum kjöt, heldur hvort þriðji aðili (í þessu tilfelli eigandinn) hafi gaman af því að fylgjast með músum berjast fyrir lífi sínu.  Geri hann það, flokkast það undir sadisma sem er nákvæmlega það sem ég er að mæla gegn.

Sveitavargur, 21.11.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband